Skotið á tónleikagesti í Las Vegas

Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir særðir eftir að skotárás var framin á tónleikum sem stóðu yfir á Mandalay Bay hótelinu í Las Vegas. Sjónarvottar segja árásarmann hafa verið skotinn til bana af lögreglu og ríkir mikil ringulreið á svæðinu. Ekki er enn ljóst hvort árásarmennirnir hafi verið fleiri en vitni segja fleiri hafa verið að verki og segja erlendir miðlar frá því að fleiri skotárásir séu taldar hafa átt sér stað í borginni, en þær fregnir eru enn óstaðfestar. Sérsveitarmenn gæta nú öryggis á svæðinu og hafa þeir sem dvelja nærri hótelinu verið beðnir um að halda sig innan dyra.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila