Skotið á veitingastað í Stokkhólmi

Skotið var á veitingastað í Spånga í Stokkhólmi  seint í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Stokkhólmi var mörgum skotum skotið á staðinn sem var mannlaus þegar árásin var gerð. Sjá mátti fjölda kúlnagata utan á byggingunni sem hýsir veitingastaðinn eftir skothríðina. Ekki er vitað hvað árásarmönnunum gekk til og hafa þeir ekki fundist þrátt fyrir leit. Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar málið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila