Skotið úr hríðskotabyssum í íbúðarhverfi í Malmö

Skotið var með hríðskotabyssu á fjölmargar íbúðir í Rósagarðinum í Malmö í gærkvöld.Mikil mildi þykir að enginn hafi særst í árásinni en íbúar á svæðinu eru í miklu áfalli vegna atviksins. Skotið var á íbúðir fjölbýlishúss á Bennets veginum frá jarðhæð og upp að  áttundu hæð og fóru kúlur gegnum rúður og inn í margar íbúðirnar. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar en lögreglan vinnur nú að því að taka skýrslur af þeim fjölmörgu sem urðu vitni að árásinni.

Athugasemdir

athugasemdir