Skrif sænsks lögreglumanns ekki talin hatursáróður

Lögreglumaðurinn Peter Springare.

Lögreglumaðurinn Peter Springare.

Kæru gegn sænska lögreglumanninum Peter Springare fyrir meintan hatursáróður hefur verið vísað frá. Samkvæmt niðurstöðu sérstaks saksóknara lögreglumála í Svíþjóð er ekkert í skrifum Peters sem bendir til þess að um hatursáróður gegn tilteknum þjóðfélagshópi sé að ræða en skrif Peters vöktu gríðarlega athygli. Eins og kunnugt er rigndi stuðningsyfrlýsingum og blómum yfir Peter fyrir skrifin en í færslum sínum greindi Peter frá þjóðerni þeirra sem höfðu framið glæpi að undanförnu í hans umdæmi. Þá gagnrýndi Peter sænsk stjórnvöld harðlega fyrir þöggun og greindi frá því að lögreglumönnum væri meinað að fjalla um þjóðerni þeirra sem brutu af sér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila