Skuldir borgarinnar jukust um 25 milljarða þrátt fyrir að áætlanir gerðu ráð fyrir engri aukningu

Eyþór Arnalds.

Skuldir Reykjavíkurborgar jukust um heila 25 milljarða á síðasta ári þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir að skuldirnar myndu ekki aukast neitt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Eyþór segir að slík reikniskekkja í bókhaldinu hljóti að vekja upp spurningar um fjármálastjórn borgarinnar “ meirihlutinn talaði um ábyrga fjármálastjórn en svo jukust skuldirnar um 25 milljarða á einu ári, þetta er eiginlega það sem ég hef kallað gula spjaldið, þeir eru þarna að klikka á 25 milljörðum og þetta er fyrsta árið hjá þessum nýja meirihluta„,segir Eyþór. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila