Skýrslan ekki ósanngjörn gagnvart embættismönnum

vigdis13916Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar segir skýrslu meirihluta fjárlaganefndar um einkavæðingu bankanna hina síðari alls ekki vera ósanngjarna gagnvart embættismönnum. Vigdís sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni bendir á að embættismenn verði að bera ábyrgð á störfum sínum og þola gagnrýni líkt og pólitískt kjörnir fulltrúar “ hvernig ríki erum við í ef ekki má gagnrýna embættismannakerfið, hvað er hér í gangi með það?, svo segir embættismannakerfið að þetta sé allt á herðum pólitískt kjörinna fulltrúa og benda ábyrgðinni á ráðherrann, auðvitað ber ráðherrann pólitíska ábyrgð fyrir rest, hann ber ábyrgð á málaflokknum en guð hjálpi okkur ef þetta á að fara að vera þannig að það eig að fara að setja embættismennina inn í bómul og þeir þoli ekki að taka á móti gagnrýni„,segir Vigdís.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila