Slagsmál hjá félagsþjónustunni í Hultsfred í Svíþjóð enduðu með morðtilræði

Lögreglan í Hultsfred í Svíþjóð var kölluð út í gær að skrifstofu félagsþjónustunnar í bænum þar sem slagsmál höfðu brotist út. Þegar lögreglan kom á svæðið til þess að reyna að stilla til friðar reyndi einn af þeim sem tók þátt í slagsmálunum að aka yfir lögreglumenn sem áttu fótum sínum fjör að launa. Því var kallaður út liðsauki og voru ofbeldismennirnir handteknir. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins og á annar þeirra yfir höfði sér ákæru fyrir morðtilraun gagnvart lögreglumönnunum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila