Slegist með stólum og hnífum í Arnarbakka

Lögreglan var kölluð út í gærkvöld að verslunarhúsnæði við Arnarbakka vegna slagsmála. Samkvæmt upplýsingum var meðal annars eggvopnum og stólum beitt í átökunum en samkvæmt sjónarvottum mætti fjölmennt lið lögreglu ásamt sjúkraflutningamönnum á staðinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu urðu slys á fólki í átökunum en ekki fæst gefið upp hvort um alvarlega áverka sé að ræða. Þá hefur ekki verið gefið upp hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins. Málið tengist ekki verslununum sem staðsettar eru í húsnæðinu sem um ræðir heldur er um að ræða óreglufólk sem hefur búsetu í einu rými húsnæðisins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila