Slysið á Árskógssandi rakið til skyndilegra veikinda ökumanns

Bráðabirgða niðurstaða krufningar hefur leitt í ljós að tildrög banaslyss á Árskógssandi þar sem bifreið hafnaði í höfninni með þeim afleiðingum að hjón og ungt barn þeirra létust megi rekja til skyndilegra veikinda ökumanns bifreiðarinnar. Eins og fram hefur komið virtist bifreiðin hafa hafnað í höfninni án þess að greina mætti að ökumaðurinn hefði reynt að stöðva hana, en sú atvikalýsing kemur heim og saman við niðurstöðu krufningarinnar, og bendir flest til þess að ökumaðurinn hafi ekki verið með meðvitund þegar bifreiðin hafnaði í sjónum. Rannsókn lögreglu á málinu stendur enn yfir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila