Smábátasjómenn fara betur með afla en áður

Smábátasjómenn nútímans eru almennt betur meðvitaðir um mikilvægi þess meðhöndla afla sinn vel en áður var. Þetta kemur fram í úttekt Matís. Þar segir einnig að undanfarin ár hafi stofnunin unnið að því að vekja athygli smábátasjómanna á mikilvægi þess að fara vel með allan veiddan afla og hvaða áhrif betri meðferð á afla hafi á gæði vörunnar og þar af leiðandi á neytendaöryggi. Þá hefur Matís sett af stað verkefnið Fallegur fiskur en í því felst meðal annars að smábátasjómenn birti myndir á þar til gerðri vefsíðu í þeim tilgangi að sýna mismunandi meðferð á afla. Tilgangur verkefnisins er að auka tækifæri smábátasjómanna til þess að nýta það tækifæri sem þeir eiga kost á, það er að segja að skapa sér sérstöðu á fiskmörkuðum, þá séu mikil tækifæri einnig fólgin í því að ferskleiki hráefnisins getur verið að meðaltali meiri en hjá stórútgerðum þar sem fiskurinn fer í gegnum langt ferli vinnslunnar.

Athugasemdir

athugasemdir