Smálánayrirtæki lækka vexti að löglegri vaxtaprósentu

Áður voru vextir smálánafyrirtækja mörg þúsund prósent og festust lántakendur oftar en ekki í vítahring vegna þeirra

Smálánafyrirtæki sem sprottið hafa upp eins og gokúlur að undanförnu og hafa lánað almenningi á ólöglegum vöxtum hafa nú ákveðið að vextir miðist nú við lögleg mörk eða 53,75%.

Neytendasamtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þar sem breytingu smálánafyrirtækjanna er fagnað, en fólki jafnframt bent á að með breytingunni hafi fyrirtækin í raun viðurkennt að vaxtaprósenta þeirra hafi fyrir breytingarnar verið ólögleg, stundum allt að mörg þúsund prósent

“ Neytendasamtökin hvetja alla sem hafa tekið lán með ólöglegum vöxtum að krefjast endurútreiknings lána sinna og eftir tilfellum endurgreiðslu„,segir í fréttatilkynningunni.

Þá benda samtökin að leiðbeiningar fyrir almenning megi finna á vefsíðu samtakanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila