Snjallsímarnir eru farnir að stjórna lífi fólks

Óttar Guðmundsson geðlæknir.

Snjalltæki og símar eru farnir að stjórna lífi fólks í æ meira mæli oft með alvarlegum afleiðingum fyrir hjónabönd og þroska barna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Óttars Guðmundssonar geðlæknis í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Óttar segir að áhrif af snjallsímunum séu margvísleg ” þetta hefur mikil áhrif á félagsþroska barna, þau geta verið að ræða við einhvern í netsamskiptum út um allan heim en eru svo ófær um að eiga samskipti augliti til auglitis“. Þá segir Óttar að hann telji að ólæsi drengja megi að einhverju leyti rekja til mikillar tölvuleikjanotkunar þeirra ” þeir sem eru fastir í þessum tölvuleikjaheimi hafa auðvitað litla sem enga athygli á öðru og eru alltaf með hugan við leikinn“,segir Óttar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila