Snýst um réttindi og þarfir sjúklinga

Hjálmar Þorsteinsson bæklunarlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.

Hjálmar Þorsteinsson bæklunarlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkurinnar segir að það snúist um réttindi og þarfir sjúklinga að stytta biðlista eftir aðgerðum, sem sé hægt að gera með því að gera með samningum við einkarekna heilbrigðisþjónustu. Hjálmar sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag segjr að aðstæðurnar á Íslandi í dag hvað biðlista varðar séu líkar þeim aðstæðum sem uppi voru í Svíþjóð á árunum 2004-2006 “ þá var gríðarlegt vandamál með biðlista, sérstaklega eftir svona valaðgerðum eins og t,d liðskiptum, ég get alveg sagt það að þegar ég byrja með mína móttöku þar á sjúkrahúsinu þá voru tilvísanirnar frá heimilislæknum upp á eitt og hálft til tvö ár, það var biðin eftir að komast í viðtal, á þessum tíma skrifa svíar undir evróputilskipunina sem nota bene við biðum í tíu ár með að skrifa undir, þetta er í rauninni verkfæri Evrópusambandsins til þess að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu á EES svæðinu, það hafa nánast öll Evrópulönd sem hafa innleitt tilskipunina skrifað undir á sama tíma undir þjónustusamninga innanlands, það er að segja að ef að opinbera kerfið ræður ekki við biðlistana innan hámarksbiðtíma þá grípur einhver í einkageiranum einstaklingin innanlands„,segir Hjálmar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila