Sögu, menningu, mannlífi og nátturu gerð skil í nýrri árbók Ferðafélags Íslands

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur.

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur leitaði víða fanga þegar hún hóf að skrifa nýútkomna árbók Ferðafélags Íslands en að þessu sinni er Ísafjarðardjúp umfjöllunarefni bókarinnar. Ólína sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag segir að þegar slík bók sé skrifuð sé um Ísafjarðardjúp sé nauðsynlegt að taka margt inn í slíkt verk “ maður verður auðvitað að lýsa staðháttum og náttúru, gróðri og dýralífi, og ekki síst ferðaleiðum, gera örnefnasögunni skil, en maður þarf líka að varpa ljósi á lífið á þessum slóðum í gegnum aldirnar, þarna hefur búið fólk, þarna hefur verið háð lífsbarátta við sjóinn, þetta fólk lifði á því sem Ísafjarðardjúpið gaf, hafið gaf og hafið tók, það er mikil sjóslysasaga þarna, örlagasögur ýmsar og mig langaði til þess að gera menningu og mannlífi skil„,segir Ólína. Hlusta má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila