Sósíalistaflokkurinn er verkamannaflokkur

Frá fundi Sósíalistaflokksins.

Samþykkt var á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands í gær að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Með samþykktinni er ítrekað það sem segir í stefnu flokksins að Sósíalistaflokkurinn sé flokkur launafólks á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Í samþykkt fundarins segir meðal annars „ Íslands er flokkur launafólks og styður baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og réttlátu samfélagi. Kröfugerð verkalýðsins ber að móta á lýðræðislegan máta innan verkalýðsfélaga. Með því birtist vilji almennings, sem bæði flokkur og hreyfing fylkir sér á bak við. Það er hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að knýja í gegn kröfur verkalýðsins gagnvart fyrirtækjum og öðrum launagreiðendum. En það er sameiginlegt hlutverk hreyfingar og flokks að þrýsta á um kröfugerð verkalýðsins gagnvart ríkisvaldinu og hinu opinbera. Af þeim sökum hefur Sósíalistaflokkur Íslands tekið kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem mynda Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt inn í málefnastefnu sína.“.
Þá segir jafnfram í samþykktinni “ Starfsgreinasambandið er fjölmennasta félagsheild verkafólks innan Alþýðusambandsins. Kröfugerð þess hefur verið samþykkt af félögum sem samanlagt telja tæplega sextíu þúsund félagsmenn. Kröfugerð Verslunarmannasambandsins og VR (um 35 þúsund manns til viðbótar) gagnvart stjórnvöldum eru í dag nánast samhljóða kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Auk þess má reikna með að önnur félög og samtök innan Alþýðusambandsins taki undir þessar kröfur. Með því að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu sína er Sósíalistaflokkur Íslands því að gera kröfur um 135 þúsund verkafólks að sínum kröfum. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins leggst við stefnu Sósíalistaflokksins. Sú stefna sem slembivaldir hópar félagsfólks hefur markað í einstökum málaflokkum er enn í gildi. Í öllum tilfellum er sú stefna eðlileg viðbót við kröfugerð verkafólks og í mörgum tilfellum er stefnan sú saman, enda er bæði stefna flokksins og kröfur hreyfingarinnar mótaðar af reynslu og væntingum alþýðu manna.“. Stefna flokksins er einnig útlistuð í tilkynningunni en um hana má sjá nánar með því að smella hér„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila