Sósíalistar vilja taka á fátæktinni og færa almenningi valdið

Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar og Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur en þau eru jafnframt frambjóðendur á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík.

Íslenski Sósíalistaflokkurinn sem býður fram í Reykavík í komandi kosningum leggur áherslu á að útrýma fátækt og færa almenningi vald til þess að hafa áhrif á ákvarðanatökur sem hafa áhrif á líf borgaranna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ástu Þórdísar Skjalddal Guðjónsdóttur fyrrverandi formanns Sjálfsbjargar og Dr. Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings sem jafnframt eru frambjóðendur flokksins í borgarstjórnarkosningunum í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur. Flokkurinn vill einnig taka á húsnæðisvandanum og horfir meðal annars til þess að Reykjavíkurborg gæti stofnað sérstakt byggingafélag sem myndi sjá um að byggja íbúðir fyrir þá sem eru í brýnni neyð, auk þess sem flokknum hugnast að gera óhagnaðardrifnum leigufélögum kleift að vaxa og dafna. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan þar sem farið er yfir stefnumál framboðsins og nánari útfærslu á þeim.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila