Sósíalistar vilja valdefla þá sem standa höllum fæti

Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík.

Mikilvægt er að þeir sem standa höllum fæti í borginni verði studdir til valdeflingar og þeir fái rödd innan borgarstjórnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sönnu Magdalenu Mörtudóttur oddvita Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Sanna segir mikilvægt að þeir sem standa höllum fæti félagslega hafi sinn fulltrúa og geti haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru um fólk sem á í félagslegum vanda, en því ætli flokkurinn að koma til leiðar komist hann til valda „ maður hefur ekki vald yfir eigin lífi ef maður er á lágum launum og lifir í fátækt, því þarf að koma valdinu til fólksins„,segir Sanna. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila