Sótti um hæli undir átta mismunandi nöfnum

amriAnis Amri sem keyrði flutningabíl og  myrti 12 manns á jólamarkaði í Berlín nýlega, heimsótti 15 moskur og hafði samband við heilagastríðsmenn ISIS áður en hann lét til skarar skríða. Amri hafði sótt um hæli í Þýskalandi undir átta mismunandi nöfnum. Lögreglan í Þýzkalandi hafði haft Amri undir sérstöku eftirliti í heilt ár en tókst samt sem áður ekki að koma í veg fyrir fjöldamorðin. Frá þessu greinir enska daily express. Rannsóknarlögreglan í Dusseldorf hafði varað við honum 10. maí og yfirvöld rannsökuðu tvo af félögum hans sem voru að undirbúa hryðjuverkaárás. Upplýsingarnar bárust hins vegar ekki fyrr en 13. október til höfuðstöðva leynilögreglunnar sem núna hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir seinagang og að hafa ekki komið í veg fyrir árásina á jólamarkaðinum. Þrátt fyrir að hryðjuverkamaðurinn hafi getað farið frjálsa för innan ESB eru engar líkur á að ESB breyti afstöðu sinni til eftirlitslausra landamæra. M.a. hefur forseti ESB, Jean-Claude Junker sagt að besta leiðin til að berjast gegn hryðjuverkamönnum sé með lífsgildum í anda frelsis.

Athugasemdir

athugasemdir