Spyr hvort yfirvöld hafi í hyggju að einkavæða löggæsluna

Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna.

Stöðugt fjársvelti gagnvart löggæslu og heilbrigðismálum dregur fram þá mynd að engu sé líkara en að yfirvöld hafi misst sjónar á mikilvægi þessara grunnþátta samfélagsins með þeim afleiðingum að eftirspurn skapast eftir einkaframtaki í þessum grunnþáttum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna í morgunútvarpinu í gær en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Snorri veltir þeirri spurningu upp í þættinum hvort að með fjársveltinu séu stjórnvöld að skapa þrýting á að eftirspurn verði eftir einkarekinni löggæslu „ég veit svo sem ekkert hver áform stjórnvalda eru í þessu en maður veltir þessum hlutum fyrir sér, það er bara einfaldlega þannig, því maður hefur séð svona þróun í öðrum geirum, sultarólin er hert á einum stað til þess að skapa þörfina á almennum markaði til þess að búa til eitthvað og á endanum verður staðan sú að sultarólin hefur verið hert það mikið að reksturinn bara hrynur og einkaaðilarnir taka yfir„,segir Snorri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila