Spyrja um hvort pólitísk tengsl lögreglufulltrúa samrýmist störfum lögreglu

Íslenska þjóðfylkingin hefur sent formlegt erindi til Eftirlitsnefndar með störfum lögreglu þar sem gerðar eru athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Eyrúnar Eyþórsdóttur sem fer fyrir deild lögreglunnar sem ætlað er að rannsaka meinta hatursglæpi, en Eyrún er einnig fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. Í erindinu er bent á pólitíska fortíð lögreglufulltrúans og meðal annars spurt að því hvort það samrýmist störfum lögreglunnar að einn starfsmaður sem sé litaður af pólitískum skoðunum sínum sé falið það það vald að tína út ummæli fólks út frá eigin gildismati og flokka sem meint hatursummæli. Í tilkynningu frá Íslensku þjóðfylkingunni segir að mikilvægt sé að þeim spurningum sem flokkurinn beinir til nefndarinnar sé svarað því ef slíkt fyrirkomulag eigi að standa vegi það að grundvallarmannréttindum fólks og tjáningarfrelsi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila