Staða barnshafandi kvenna í spænsku veikinni var afar slæm

Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur.

Þegar fjallað hefur verið um spænsku veikina hefur lítið sem ekkert verið fjallað um stöðu barnshafandi kvenna sem upplifðu þessa atburði sögunnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Erlu Dórisar Halldórsdóttur sagnfræðings í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Erla segir að margar barnshafandi konur hafi látist vegna spænsku veikinnar “ og þær áttu jafnvel börn sín fyrir tímann vegna veikindanna og létust svo í kjölfarið, þetta var auðvitað alveg skelfilegur tími og einnig eru dæmi um að hjón hafi bæði látist frá börnum sínum„. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila