Staða Macron forseta Frakklands afar erfið

Emannuel Macron forseti Frakklands hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu og útlit er fyrir að fátt geti komið honum til bjargar í þeirri stöðu sem hann er í þessa dagana. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín í þættinum Heimsfréttirnar, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Eins og kunnugt er hafa mótmælendur sem kenna sig við gul vesti mótmælt forsetanum og stjórn hans sem ekki hafa staðið við gefin kosningaloforð og viljað hann frá völdum, en nú hafa mótmælin breiðst út meðal annars til Svíþjóðar, en fram kom í þættinum að mótmælin snúist um margt fleira en hækkun skatta og lífskjör, og hafa mótmælendur meðal annars mótmælt Evrópusambandinu og hinu umdeilda Marakesh samkomulagi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila