Starf ljósmóðurinnar mikilvægt og gefandi

Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir ljósmóðir og kennari í ljósmóðurfræðum.

Starf ljósmóðurinnar er bæði mikilvægt og gefandi, en það þýðir ekki endilega að nútíma ljósmæður séu til í að hlaupa til hvenær sem er eins og ljósmæður fyrr á tíð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafar Ástu Ólafsdóttur ljósmóður og kennara í ljósmóðurfræðum í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Ólöf sagði frá námi og starfi ljósmæðra í þættinum en hún segir starf ljósmóðurinnar breytast og þróast hratt í takt við þróun samfélagsins og framfara í tækni, t,d sónartækni ” það eru til dæmis ljósmæður í sérhæfðu námi sem snýr að þessu, þetta er svona eitt af þeim störfum sem krefjast sérhæfingar og er eitt af þeim nýju störfum sem ljósmæður vinna með, sú þjónusta hefur breyst mjög frá því sem áður var“,segir Ólöf.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila