Starfsemi smálánafyrirtækja á pari við vörslusviptingarfyrirtæki

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins.

Skeytingarleysi yfirvalda gagnvart okurlánum smálánafyrirtækja er á pari við skeytingarleysi gagnvart starfsemi vörslusviptingarfyrirtækja sem voru alræmd hér á landi hér áður. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur segir það furðum sæta að slík okurstarfsemi sé látin óátalin af hálfu yfirvalda „að þessi starfsemi sem að byggist á því þegar umreiknaðir voru skammtímavextir yfir í ársvexti mældust í þúsundum prósenta skuli vera liðin misserum og árum saman að slík starfsemi væri í landinu er afar sérkennilegt og hliðstætt því þegar það var liðið að réttindalausir aðilar voru að fara hér um nætur í svokallaðar vörslusviptingar og hirða hér bíla fyrir utan heimili, og þetta var liðið hér af hálfu stjórnvalda„,segir Ólafur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila