Starfshópur skipaður um starfsumhverfi gagnavera

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur, í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipað starfshóp til að greina og meta starfsumhverfi gagnavera. Hlutverk starfshópsins verður að leggja mat á alla þá þætti sem við koma rekstri slíkra gagnavera, auk þess sem hópnum verður falið að meta  vöxt og viðgang gagnaversiðnaðar á Íslandi fram til þessa, þ.m.t. aðgerðir stjórnvalda í þágu greinarinnar. Þá á hópurinn einnig að fara yfir samkeppnishæfni Íslands samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum sem gagnaversiðnaðurinn horfir til við staðarval, uppbyggingu og rekstur gagnavera, aðgerðir nágrannaþjóða, svo sem Norðurlanda og Írlands, til stuðnings við gagnaversiðnað þeirra sem og árangur af þeim aðgerðum
Auk þess verður horft til stöðu fjarskiptatenginga til landsins og þörf fyrir fjölgun þeirra til skemmri og lengri tíma, möguleg áhrif á íslenskan fjarskiptamarkað og gagnaversiðnað sérstaklega
aðrar mögulegar úrbætur á starfsumhverfi greinarinnar
Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn hafi samráð við helstu hagaðila.
Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum sínum fyrir 1. febrúar 2018.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila