Starfshópur um Þjóðgarðastofnun skipaður

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp til að vinna að gerð lagafrumvarps um Þjóðgarðastofnun.
Nýlega kynnti ráðherra áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og tiltekinna verkefna á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Markmiðið er að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og fr iðlýstra svæða.
Í starfshópnum sitja:
• Sigríður Auður Arnardóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
• Vilhjálmur Árnason, formaður Þingvallanefndar,
• Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í Þjóðgarðinum á Þingvöllum,
• Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar,
• Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs,
• Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs,
• Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjörður,
• Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar,
• Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun,
• Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar,
• Margrét Björk Björnsdóttir, atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi,
• Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
• Sigríður Svana Helgadóttir, lögfræðingur, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
• Steinar Kaldal, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra,
• Ingibjörg Halldórsdóttir, héraðsdómslögmaður, starfsmaður nefndarinnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila