Starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur áfram í gæsluvarðhaldi

Starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, karl á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart börnum var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn er í gildi næstu fjórar vikur, eða til 13.apríl á grundvelli almannahagsmuna. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn málsins miði vel og stefnt sé að rannsókn ljúki fljótlega og verði í framhaldinu sent embætti héraðssaksóknara.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila