Starfsmönnum í ferðaþjónustu og byggingariðnaði fjölgar mest

Launþegum í í byggingariðnaði og ferðaþjónustu hefur farið ört fjölgandi milli ára en fækkun er mest í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Hagstofunnar á dreifingu starfa milli atvinnugreina. Fram kemur að launþegum í byggingariðnaði hafi fjölgað um 15% á milli ára en í ferðaþjónustunni um 14%. Þá kemur einnig fram að ef horft sé yfir allar atvinnugreinarnar í heild hafi launþegum fjölgað að meðaltali um 5%. Í greiningunni kemur fram að inni í þessum tölu séu ótaldir þeir aðilar sem séu með eigin rekstur og greiði sjálfum sér út laun, en slíkt rekstrarform er algengt meðal annars í listgreinum ýmis konar, landbúnaði og í ákveðnum greinum byggingariðnaðar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila