Stefan Löfven kjörinn forsætisráðherra Svíþjóðar – sama ríkisstjórn áfram við völd

Við atkvæðagreiðslu í sænska þinginu í morgun var Stefan Löfven kjörinn forsætisráðherra með 115 atkvæðum. 153 þingmenn greiddu atkvæði gegn Stefani Löfven, 77 lögðu niður atkvæðin og 4 voru fjarverandi. Sjá nánar hér.

Reglur þingsins, svo kallað „neikvætt þingræði“,  þýðir að meirihluti þingmanna 175 talsins þurfa að greiða atkvæði gegn forsætisráðherraefni til að kjör hans eða hennar nái ekki fram að ganga. Þess vegna nær Stefan Löfven kjöri þótt hann skv. „jákvæðri“ þingræðisreglu ætti að falla vegna þess að 38 fleiri þingmenn greiddu atkvæði á móti honum en með. Þetta er skýringin á því að oft eru minnihlutastjórnir í Svíþjóð.
Sósíaldemókratar biðu sögulegt afhroð í kosningunum 9. september með lélegustu kosningaútkomu frá stofnun flokksins. Margir túlkuðu því niðurstöður kosninganna sem að stjórnin væri fallin. Hún hefur setið sem valdalaus embættismannastjórn frá kosningum þar til nú.
Meirihluti þingsins hefur tvisvar eftir kosningarnar fellt Stefan Löfven. Í þetta sinn var ekki meirihluti til staðar, þar sem þingmenn Miðflokks og Frjálslyndir lögðu niður atkvæði sín eins og kommúnistaflokkurinn. Útkoma dagsins er sú, að Miðflokkurinn og Frjálslyndir sem gengu til kosninga á loforði um að fella ríkisstjórn sósíaldemókrata hafa skipt um skoðun og styðja áframhaldandi ríkisstjórn sósíaldemókrata och umhverfisvænna. Hafa flokkarnir gert svo kallað janúarsamkomulag með sósíaldemókrötum til að útiloka áhrif Svíþjóðardemókrata á þingi. Bandalag borgaralegu flokkanna er því sprungið.
Í skoðanakönnunum fyrir atkvæðagreiðslu dagsins hefur fylgi Miðflokks fallið og Frjálslyndir næðu ekki inn á þing. Jafnframt segja 70% sænskra kjósenda að þeir trúi minna eða hafi misst trú á stjórnmálamönnum í Svíþjóð. Sjá hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila