Stefan Löfven neitar að fara frá völdum

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar neitar að fara frá völdum og vill að Sósíaldemókratar fari í viðræður við einstaka stjórnmálaflokka í stað þess að styðja við hægri blokkina. Þetta kom fram á blaðamannafundi Stefans Löfvens sem haldinn var í hádeginu, en á fundinum sagði hann meðal annars að blokkapólitíkin væri dauð og að hún forheimski stjórnmálin í Svíþjóð. Þessa stundina er verið er að endurtelja ýmis atkvæði og taka með atkvæði sem komu erlendis frá og önnur atkvæði sem af einhverjum orsökum hafa borist seint á talningarstað. Þá verða einnig utankjörstaðaatkvæði frá kjördegi tekin með þannig að um 200 þúsund atkvæði til þingsins eru enn ekki komin með í endanlegri talningu. Spennan er því gríðarleg varðandi hvernig þingsæti skiptast endanlega.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila