Stefan Löfven segir árásina vera hryðjuverk

Stefan Löfven forsætisráðherra sagði í samtali við sænska fjölmiðla fyrir stundu að ljóst væri að árásin á Drottningargötu í Stokhólmi í dag hafi verið skipulagt hryðjuverk. Gríðarlegur viðbúnaður er í Svíþjóð vegna árásarinnar en búið að að stöðva neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar og loka þinghúsinu. Þungvopnaðir sérsveitarmenn eru um alla miðborgina en tekist hefur að handtaka einn mann í tengslum við atburðinn og er annara manna leitað en ekki hefur verið staðfest hversu margir árásarmennirnir hafi verið. Í dag ræddu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson við Baldur Bjarnason sem búsettur er í Gautaborg og Gústaf Skúlason sem býr í Stokkhólmi um atburðina, en samtalið má heyra hér í spilaranum fyrir neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila