Stefnt að kosningum í Bretlandi í júní

Theresa May forsætisráðherra Bretlands.

Theresa May forsætisráðherra Bretlands boðaði í morgun skyndilega til blaðamannafundar. Á fundinum lýsti Theresa þeirri stefnu sinni að boðað yrði til þingkosninga 8.júní næstkomandi en May skoraði jafnfram á stjórnarandstöðuflokkana að samþykkja tillöguna þegar hún verður borin fram með formlegum hætti. Að óbreyttu hefðu kosningar farið fram næst í landinu árið 2020 en nú bendir flest til þess að þeim verði flýtt sem fyrr segir.

Athugasemdir

athugasemdir