Stefnt að því að efla heilbrigðiskerfið og draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga

Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að efla heilbrigðiskerfið og draga um leið úr beinni greiðsluþátttöku sjúklinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í grein sem hún birti á dögunum að teknar verði upp nokkrar nýjungar innan kerfisins í þeim tilgangi að bæta þjónustu og draga úr nýgengi alvarlegra sjúkdóma  “ aðgangur þeirra er nota vímuefni í æð að hreinum sprautubúnaði verður tryggður og ráðist í aðgerðir til að sporna við misnotkun á geð- og verkjalyfjum. Neyslurými fyrir langt leidda fíkniefnaneytendur verður opnað. Stefnt verður að því að bæta aðgengi að hormónatengdum getnaðarvörnum og að dreifa smokkum gjaldfrjálst til tiltekinna hópa. Kynfræðsla verður aukin og fjarheilbrigðisþjónusta efld.  Rauður þráður í þeim köflum fjármálaáætlunar sem varða heilbrigðisþjónustu er styrking hins opinbera heilbrigðiskerfis. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og við munum leggja ríka áherslu á að efla hið opinbera kerfi, með það að markmiði að auka jafnan aðgang allra að heilbrigðisþjónustu“,segir Svandís.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila