Stefnt að því að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum í haust

Spölur stefnir að því að hætta að innheimta veggjald í Hvalfjarðargöng næsta haust. Forsvarsmenn Spalar munu að því loknu leggja fram tillögu þess efnis að íslenska ríkið taki við eignarhaldi gangnanna og sjái um rekstur þeirra. Hvalfjarðargöng voru formlega tekin í notkun 11.júlí 1998 og í dag heyrir það nánast sögunni til að nokkur bíll keyri fyrir Hvalfjörð líkt og áður en göngin komu til sögunnar. Göngin voru fyrsta einkaframkvæmdin í íslensku vegakerfi, auk þess sem göngin voru fyrstu neðansjávargöngin á Íslandi, og eru enn sem komið er einu neðansjávargöng landsins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila