Stefnuleysið er heilbrigðiskerfinu erfitt

Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

Stefnuleysi stjórnvalda í heilbrigðismálum er heilbrigðiskerfinu erfiður ljár í þúfu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðjóns S. Brjánssonar þingmanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar ásamt eiginkonu sinni Dýrfinnu Torfadóttur. Guðjón segir að til þess að hver króna nýtist sem best í grunnstoðum samfélagsins verði að vera skýr og sterk stefna „ við verðum að vera með mjög harða stefnu í öllum þessum málaflokkum og heilbrigðiskerfinu líka til þess að hver króna nýtist sem best, við dreifum kröftunum og mikið og áherslurnar í heilbrigðiskerfinu eru ekki réttar„,segir Guðjón.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila