Stjórnarmyndunarviðræður í Svíþjóð enn í járnum

Allt virðist enn í lás í stjórnarmyndunarviðræðum í Svíþjóð og miðar flokkunum ekkert áfram. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Gústaf segir að sú staða sem uppi er sé afar flókin en helst megi rekja vandann til þess að þeir flokkar sem geti myndað stjórn vilji helst útiloka Svíþjóðardemókrata sem séu í lykilstöðu. Hlusta má á viðtalið við Gústaf í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila