Stjórnarsáttmálinn kynntur í morgun, fundað á Bessastöðum í dag

Í morgun kynntu stjórnarmyndunarflokkarnir stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Listasafni Íslands en tveir fundir í ríkisráði verða haldnir á Bessastöðum í dag vegna fyrirhugaðra stjórnarskipta. Í tilkynningu segir að Fyrri fundurinn hefjist kl. 13:30 en á þeim fundi verður staðfest lausnarbeiðni núverandi ríkisstjórnar og ráðuneyti Bjarna Benediktssonar lætur af störfum. Síðari fundurinn mun hefjast kl. 15:00 en á þeim fundi mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands skipa nýtt ráðuneyti, ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarsáttmáli hinnar nýju ríkisstjórnar var kynntur í morgun en hann má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

stjórnarsáttmálinn

Athugasemdir

athugasemdir

Deila