Stjórnarsáttmálinn samþykktur innan allra stjórnarmyndunarflokkanna

Stjórnarsáttmáli sem stjórnarmyndunarflokkarnir hafa unnið að undanfarnar vikur hefur verið samþykktur innan allra stjórnarmyndunarflokka og því liggur fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum innan skamms. Gert er ráð fyrir að stjórnarsáttmálinn verði gerður opinber á morgun og að um leið verði skipting ráðuneyta milli flokkanna verði kynnt. Tveir þingmenn Vinstri grænna ætla þó ekki að styðja sáttmálann og því er staða þingmannanna tveggja innan ríkisstjórnarsamstarfsins óljós á þessari stundu.  Sáttmálinn var hins vegar samþykktur samhljóða af Sjálfstæðis og Framsókarmönnum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila