Stjórnkerfið ekki í stakk búið til að stuðla að fæðuöryggi

Íslenskt stjórnkerfi er vanbúið til þess að stuðla að fæðuöryggi landsins. Þetta kom fram í ræðu Árna Bragasonar landgræðslustjóra á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í vikunni. Árni segir að meðal þess sem þurfi að gera sé að bæta landnýtingu svo hún verði sjálfbærari og þá þurfi að huga að orkugjöfum landbúnaðartækja sem flest séu knúin af innfluttu eldsneyti. Þá benti Árni einnig á að bændur séu háðir innflutningi á korni, sem geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér „Við erum einnig algjörlega háð innflutningi á kornvörum. Ef innflutningur stöðvast þá hrynur mjólkur, eggja- og kjúklingaframleiðslan og svínaræktin“,sagði Árni.

Athugasemdir

athugasemdir