Stjórnsýsla fornleifaverndar tekin til heildarendurskoðunar

Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að málefni fornleifaverndar á Íslandi verði tekin til heildarendurskoðunar. Ákvörðunin er tekin í kjölfar athugasemda sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fram kemur í tilkynningu að á næstu vikum verði skipuð verkefnastjórn sem hafi það hlutverk að móta næstu skref þar sem markmiðið verður að málefni og stjórnsýsla tengd íslenskum menningarminjum og fornleifum sérstaklega komist í skýrari farveg. Lilja segir að í heildarendurskoðun á málaflokknum felist tækifæri „Við tökum þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar alvarlega. Vinna er þegar farin af stað við úrbætur þeirra vegna og nú er tækifæri og ráð að koma þessum mikilvægu málefnum í góðan farveg til framtíðar. Ég treysti því að við munum eiga gott og farsælt samstarf við alla er málinu tengjast, ekki síst við Minjastofnun Íslands, fornminjanefnd og Þjóðminjasafn Íslands,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila