Stofnandi Greenpeace: Hnatthlýnunin er ”stærsta svindl sögunnar”

Patrick Moore.

Patrick Moore er þekktur fyrir umhverfisbaráttu og stofnun Greenpeace. Hann segir í viðtali að kenningar um áhrif mannsins á loftlagsbreytingar séu ”stærsta svindl sögunnar”. ”Þú óttast að þú kálir börnunum ef þú keyrir um í jeppanum þínum og hleypir koltvísýrlingi út í andrúmsloftið og þú færð samviskubit fyrir að gera það.” Skv. Moore er loftlagsáróðurinn ”eitruð blanda hugmyndafræði, stjórnmála og trúarbragða” sem er að tröllríða vísindunum Það er enginn sannleikur í þessu. Þetta er eintómt svindl og allsherjarsvik.” Moore varar við því að vísindamenn láti stjórnmálamenn og blýantsnagara spilla sér sem dreifa loftslagssvindlinu til að fá meiri völd. Það er síðan verk stóru fjölmiðlanna að hræða fólk með sögum um heimsendi.  ”Fjölmiðlarnir endurtaka í sífellu að fólk sé að kála sínum eigin börnum.” Sérstaklega gagnrýnir Moore samtökin Sunrise Movement: ”Þeir heilaþvo börnin til að trúa því að hemsendir verði innan tíu ára. Hljóta að vera miljarðamæringar á bakvið þetta.” Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila