Stofnandi Wikileaks færður í handjárnum úr sendiráði Ekvadors í London

 Stofnandi Wikileaks Julian Assagne var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í morgun. Heyrðist hann hrópa og andmæla handtökunni og greinilega hafa 6 ár og 10 mánuðir í sendiráðinu tekið sinn toll, því hann virtist tekinn á myndbandi sem náðist við handtökuna. Scotland Yard sagði í yfirlýsingu að Assange hefði verið færður á lögreglustöð í miðborg London þar sem hann mun vera í varðhaldi þar til mál hans verður tekið fyrir eins skjótt og mögulegt er hjá dómstóli í Westminister. Dómstóllinn hafði fyrirskipað handtökuna á grundvelli yfirlýsingar Ekvadors um að Assange nyti ekki lengur skjóls í sendiráðinu. Wikileaks tísti að „Ekvador hefði á ólöglegan hátt lokað pólitísku flóttamannaskjóli Assange sem bryti í bága við alþjóðalög.“ Í myndbandi (sjá fyrir neðan) sem forseti Ekvador, Lenin Moreno, setti út á Twitter ásakar forsetinn Assange fyrir ósæmilega framkomu m.a. með því að hafa notað ólöglegan útbúnað inni í sendiráðinu og verið að hnýsast í gögn sendiráðsins. Jafnframt ásakaði hann Assange fyrir að vera enn viðriðinn og vinna fyrir Wikileaks m.a. sleppti Wikileaks gögnum um Vatíkanið á Internet í sambandi við heimsóknir páfagarðs til sendiráðsins. „Við höfum staðið vörð um mannréttindi Assange í meira en 6 ár og 10 mánuði og séð honum fyrir framfærslu og daglegum nauðsynjum í sendráðinu í London. Hins vegar hefur Assange margoft brotið á reglum okkar í sendiráðinu. Við höfum fengið tryggingu fyrir því að Assange verði ekki afhentur til ríkja þar sem hann getur átt dauðadóm yfir höfði sér.“Utanríkisráðherra Ekvador Jose Valencia sagði við Teleamazonas að það væri ekki gott vegna heilsuástands Assange að vera lengur í sendiráðinu og Assange ætti rétt á sanngjörnum réttarhöldum og vörnum.
Utanríkisráðherra Bretlands Jeremy Hunt þakkaði ríkisstjórn Ekvadors fyrir samstarfið við handtöku Assange og tísti: „Julian Assange er engin hetja og ekki heldur fyrir ofan lögin. Hann hefur falið sig fyrir sannleikanum í mörg ár.“

Sjá nánar hér og hér

https://twitter.com/Lenin/status/1116271659512684544?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.dn.se%2Fnyheter%2Fvarlden%2Fecuadors-president-darfor-lamnar-vi-ut-assange%2F

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila