Stokkað upp í ríkisstjórn Svíþjóðar vegna lekamáls

Stokkað verður upp í ríkisstjórn Svíþjóðar vegna lekamálsins sem upp kom fyrr í vikunni. Eins og greint hefur verið frá komust trúnaðar upplýsingar úr sænska stjórnkerfinu í hendur óviðkomandi aðila sem störfuðu við uppfærslu á hugbúnaði opinberrar samgöngustofnunar. Þá reyndu stjórnmálamenn að hindra að upplýsingar um lekann kæmu upp á yfirborðið og fyrir augu almennings. Stefan Löven forsætisráðherra  segir að hann telji ekki verjandi að stefna landinu í stjórnarkreppu á erfiðum tímum og því muni hann stokka upp í ríkisstjórninni en að minnsta kosti tveir ráðherrar munu víkja fyrir nýjum ráðherrum en skipt verður um ráðherra í samgönguráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu. Varnarmálaráðherra mun sitja áfram en stjórnarandstaðan hafði einnig krafist afsagnar hans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila