Stórar makríltorfur víða við landið

Sjómenn sem hafa lagt stund á strandveiðar í sumar segja allt krökkt af makríl á miðunum þessa dagana og jafnvel megi sjá slíkar torfur fast upp við land. Sumum sjómönnum þykir jafnvel nóg um og segja lítið annað veiðast en makríll enda sé það þekkt að makríllinn fæli margar aðrar fisktegundir frá enda sé makríllinn skæður þegar kemur að æti. Verð á makríl er nú um stundir í nokkru lágmarki og því hafa þeir sem hyggja á makrílveiðar á veiðitímabilinu ekki upp úr því nema brot af því verði sem fékkst fyrir makríl hérlendis fyrir fáeinum árum, það sé því af sem áður var þegar sjómenn kepptust við að koma eins miklu magni í bátana og þeir gátu mögulega borið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila