Stóru mistök borgaryfirvalda voru að hætta við byggð í Úlfarsárdal

Óskar Bergsson fasteignasali og fyrrverandi borgarfulltrúi.

Stóru mistök borgaryfirvalda í húsnæðismálum voru að hætta við byggð í Úlfarsárdal. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Óskars Bergssonar fasteignasala og fyrrverandi borgarfulltrúa í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Óskar segir að núverandi meirihluti hafi í raun þegar fallist á að hann hafi gert mistöt þegar hann hætti við að úthluta lóðum á svæðinu “ hann er í raun að viðurkenna að það hafi verið mistök með því að nú er hann farinn að úthluta lóðum þar og því búinn að draga þetta til baka að einhverju leyti“,segir Óskar. Hann segir að samt sem áður megi rekja fólksflótta frá Reykjavík megi að einhverju leyti til sinnuleysis borgaryfirvalda í lóðaúthlutana ” núna er þó talsverð innspýting inn í þéttingarreitina en á síðustu árum hefur ekki verið byggt nóg og við erum svolítið að bíta úr nálinni með það núna“. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila