Strætisvagnaferðir lagðar af tímabundið í úthverfi í Svíþjóð vegna tíðra árása

Allar áætlunarferðir strætisvagna til úthverfisins Södra Ryd í Skövde hafa verið lagðar niður þar til annað verður ákveðið vegna endurtekinna árása á strætisvagna í hverfinu að undanförnu. Árásirnar hafa verið í formi grjótkasts auk þess sem lögreglan útilokar ekki að í einhverjum tilfellum hafi verið skotið á vagnana. Mikill fjöldi innflytjenda er búsettur í hverfinu og segir Jens Holmberg blaðafulltrúi Vesttrafik sem sinnir almenningssamgöngum í hverfinu segir það alvarlegt mál og afskaplega sorglegt að grípa þurfi til þess ráðs að útiloka heilt úthverfi frá almenningssamgöngum vegna slíkra atburða. Á föstudagskvöld var síðast tilkynnt um slíka árás og er hún til rannsóknar en tekin verður ákvörðun um hvort áætlunarferðir í hverfinu verða teknar upp á ný eftir þá rannsókn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila