Strætisvagni ekið inn í verslun í miðborg London

Strætisvagni var ekið inn í verslun í miðborg London í morgun. Nokkrir slösuðust í óhappinu en í vagninum voru nokkrir tugir farþega. Lögreglan í London rannsakar atvikið sem hefðbundið umferðaróhapp en samkvæmt frásögnum farþega í vagninum fékk vagnstjórinn aðsvif með fyrrgreindum afleiðingum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr enda átti slysið sér stað á annatíma í fjölfarinni verslunargötu í Lavander hill. Bílstjóranum heilsast eftir atvikum vel en eins og fyrr segir slösuðust nokkrir farþegar en þó ekki alvarlega.

Athugasemdir

athugasemdir