Styðja við íslenska kvikmyndagerð

Ný reglugerð sem heimilar greiðslu til kvikmyndaframleiðenda sem framleiða kvikmyndir á íslensku hefur verið samþykkt og undirrituð af mennta og menningarmálaráðherra. Í tilkynningu frá Mennta og menningarmálaráðuneytinu segir að greiðslurnar taki mið af heildarandvirði seldra aðgöngumiða á viðkomandi kvkmynd. Lilja Alfreðsdóttir segir samþykkt reglugerðarinnar sé í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á kvikmyndalögum síðastliðið vor og bendir á að íslenskar kvikmyndir skipi mikilvægan sess í íslensku menningarlífi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila