Stýrivextir verða óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum enn um sinn þrátt fyrir afnám gjaldeyrishafta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Í tilkynningunni segir jafnframt “ Of snemmt er að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt er að betra jafnvægi skapist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði en skammtímahreyfingar kunna að aukast eins og sést hafa merki um síðustu daga. Seðlabankinn mun eftir sem áður draga úr skammtímagengissveiflum þegar tilefni er til. Ör vöxtur efnahagsumsvifa og skýr merki um spennu í þjóðar-búskapnum kalla á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma. Á móti kemur að heldur hefur dregið úr óvissu á vinnumarkaði.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila