Styrkjum úthlutað úr þróunarsjóði innflytjendamála

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, úthlutaði í gær styrkjum úr þróunarsjóði innflytjendamála. Umsóknir um styrki hafa aldrei verið fleiri en alls var úthlutað rúmum 14 milljónum króna til 23ja verkefna í samræmi við tillögur innflytjendaráðs. Tilgangur þróunarsjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Úthlutað er úr sjóðnum ár hvert og er sjónum hverju sinni beint að ákveðnum viðfangsefnum, en verkefnin skulu jafnframt falla vel að framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni sem snúa að börnum og ungmennum með virka þátttöku innflytjenda í samfélaginu að leiðarljósi og aukinn sýnileika þeirra.Afhending styrkjanna fór fram við athöfn á Nauthóli í gær.
Ásmundur Einar Daðason sagði sérstaklega ánægjulegt hve margir hafi tekið áskoruninni um að móta verkefni þar sem börn og ungmenni væru í forgrunni. Þá kæmi áherslan á virkni innflytjenda og sýnileika þeirra í samfélaginu skýrt fram í styrkumsóknunum. Það væri enn fremur mikilvægt að geta veitt styrki til verkefna sem tengjast #metoo byltingunni og fást við þann veruleika sem fram hefur komið í frásögnum kvenna af erlendum uppruna.

Hæsta styrkinn, 1,3 m.kr. hlaut Samband íslenskra framhaldsskólanema til verkefnisins Culture Class sem miðar að gerð fræðslumyndbanda um íslenskt samfélag og þá upplifun að vera af erlendum uppruna á Íslandi. Myndböndin eru ætluð ungu fólki af erlendum uppruna en vonir eru bundnar við að í framtíðinni geti myndbundin orðið grunnur að menningarnámskeiði fyrir ungt fólk.

Næsthæsta styrkinn, 1,1 m.kr. hlaut Þroskahjálp fyrir verkefnið Vitundarvakning um rétt fatlaðra barna innflytjenda til viðeigandi þjónustu. Verkefnið miðar að því að útbúa og miðla kynningarefni fyrir foreldra fatlaðra barna innflytjenda um rétt til þjónustu og aðstoð, úrræði og ráðgjöf sem stendur þeim til boða. Markmiðið er að draga úr hættu á að fötluð börn innflytjenda fari á mis við þjónustu sem þau þurfa á að halda og eiga rétt til.

Sjá má lista yfir öll þau verkefni sem hlutu styrk hér að neðan.

 1. Réttur – Aðalsteinsson & Partners
  Heiti verkefnis: Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði: Möguleiki til atvinnu innan stjórnsýslunnar. Styrkur: 700.000 kr.
 2. Cynthia Triliani
  Heiti verkefnis: Immigrant Mother‘s Pursuit of Higher Education. Styrkur: 250.000 kr.
 3. Eva Dögg Sigurðardóttir
  Heiti verkefnis: Children of foreign background in Iceland – aspirations after compulory education Styrkur: 750.000 kr.
 4. Eyrún María Rúnarsdóttir
  Heiti verkefnis: Vinatengsl í fjölmenningarsamfélagi og vellíðan unglinga. Þáttur félagslegs stuðnings, fordóma og mismunar. Styrkur: 400.000 kr.
 5. Susan Rafik Hama
  Heiti verkefnis: Velgengni ungra flóttamanna og innflytjenda í íslenskum framhaldsskólum: Reynsla og væntingar Styrkur: 400.000 kr.
 6. Austurbrú ses
  Heiti verkefnis: Tækifæri innflytjenda á Austurlandi – mat á eigin stöðu Styrkur: 800.000 kr.
 7. Renata Emilsson Pesková
  Heiti verkefnis: Reynsla fjöltyngdra nemenda í grunnskólum: Fjöltilviksrannsókn frá Íslandi Styrkur: 300.000 kr.

Þróunarverkefni

 1. Rótarskot Reykjavík/Reykjavík Rhizome
  Heiti verkefnis: Reykjavik Cultural Cypher Summer Camp for underserved youth Styrkur: 800.000 kr.
 2. Samband íslenskra framhaldsskólanema
  Heiti verkefnis: Jafningjafræðsla í framhaldsskólum og ör-námskeið fyrir stuðningsfulltrúa Styrkur: 600.000 kr.
 3. Samband íslenskra framhaldsskólanema
  Heiti verkefnis: Culture class. Styrkur: 1.300.000 kr.
 4. Landssamband ungmennafélaga
  Heiti verkefnis: Lýðræðisherferðin #Égkýs 2018 – þýðing efnis á heimasíðu og kosningaviti á ensku Styrkur: 500.000 kr.
 5. Leikskólinn Miðborg.
  Heiti verkefnis: Segðu mér sögu. Styrkur: 600.000 kr.
 6. Fræðslusvið Akureyrarbæjar.
  Heiti verkefnis: Hvaða áherslur eru í íslensku skólakerfi? Spurningar erlendra foreldra. Styrkur: 750.000 kr.
 7. Landssamtökin Þroskahjálp.
  Heiti verkefnis: Vitundarvakning um rétt fatlaðra barna innflytjenda til viðeigandi þjónustu. Styrkur: 1.100.000 kr.
 8. Reykjavíkurborg, Fjölskyldumiðstöð Breiðholts.
  Heiti verkefnis: Stígum saman í áttina að öflugu samfélagi: Samfélagsvaldefling fyrir konur af erlendum uppruna. Styrkur: 900.000 kr.
 9. Vinafélag pólska Skólans í Reykjavík
  Heiti verkefnis: Við og börnin okkar – sameiginleg ábyrgð foreldra og yfirvalda í nýju landi Styrkur: 600.000 kr.
 10. Bókasafn Reykjanesbæjar.
  Heiti verkefnis: Aukinn menningar- og félagsauður innflytjenda í Reykjanesbæ. Styrkur: 300.000 kr.
 11. Arabic Icelandic cultural center.
  Heiti verkefnis: Auðvitað get ég – symposiums about rights of immigrants, children and their families. Styrkur: 300.000 kr.
 12. Móðurmál, Samtök um tvítyngi
  Heiti verkefnis: Þróun unglingastarfs Móðurmáls í alþjóðlegu samhengi Styrkur: 280.000 kr.
 13. Tungumálaskólinn / Ólafur Guðmundsson
  Heiti verkefnis: Svipmyndir af samfélagi Styrkur: 700.000
 14. Geðhjálp
  Heiti verkefnis: Þróun sjálfshjálparhóps fyrir pólskumælandi innflytjendur með þunglyndi Styrkur: 1.000.000
 15. Samtök um kvennaathvarf
  Heiti verkefnis: Tölum um ofbeldi – ekki bara á íslensku Styrkur: 500.000 kr.
 16. Samtök kvenna af erlendum uppruna
  Heiti verkefnis: Þekking skapar styrk Styrkur: 500.000 kr.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila